Tap fyrir Haukum í kvöld, 95-84
Stelpurnar töpuðu í kvöld fyrir topp liði Hauka með 11 stigum, 95-84. Staðan í hálfleik var 48-37.
Kesha var stigahæst með 23 stig, 11 fráköst og 8 stolna bolta. María Ben var með 16 stig og þær Rannveig og Marín voru með 11 stig.