Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 24. nóvember 2007

Tap fyrir Njarðvík í spennuleik

Keflavík tapaði naumlega fyrir Njarðvík í drengaflokki og hér má lesa umfjöllun um leikinn á karfan.is 

Sannkallaður Suðurnesjaslagur var í gærkvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík þegar Njarðvík tók á móti Keflavík í drengjaflokki karla.Þarna eru miklir hæfileikar á ferð og þessir strákar taka þennan leik jafn alvarlega og meistaraflokkarnir sínir og enginn var svikin á þessum leik.

Umgjörðin var mjög góð og tveir úrvalsdeildardómarar fengnir til að dæma leikinn. Töluvert af fólki í stúkunni og góð stemming sem gaf strákunum aukin kraft. Leikmenn beggja liða sviku engan.Njarðvíkingar byrjuðu leikinn betur og komust í 15-4 og virtust ætla að stinga af strax í byrjun eftir 6 mín. Þá tók þjálfari Keflavík leikhlé og reyndi að stöðva áhlaup Njarðvíkinga. Keflvíkingar komu grimmir til baka og fóru að svara fyrir sig og endaði 1. leikhlutinn 25-21 og skoruðu Keflvíkingar síðustu 6 stigin í lekhlutann. Hjörtur Einarsson var nokkuð rólegur ístigaskorun í þessum leikhluta,en spilað fína vörn.Sigfús Árnasson var að spila vel og skilaði 8 stigum í leikhlutanum.Sömu taktar héldu áfram í 2. leikhluta og skiptust liðin á að taka run og flottir taktar hjá strákunum. Þegar liðin gengu af velli í hálfleik var staðan 40-37 fyrir Njarðvík.

Í 3. leikhluta tók Hjörtur Einars til sinna mála í sókninni og skilaði 11 stigum í hús,en Keflvíkingar voru drifnir áfram af mikilli baráttu og góðum leik Guðmundar Rúnarssonar sem setti einnig 11 stig og allt í járnum í mjög flottum leik og staðan fyrir lokabardagann 60-58 og mikill stemming í ljónagryfjunni.Njarðvík skorar fyrstu 5 stigiin og staðan orðin 65-58. En enn og aftur koma Keflvíkingar til baka.Sigfús neglir þrist og minnkar muninn í 65-61 og næstu fjögur stig leiksins eru frá Keflavík og staðan 65-65 og 5 mín eftir. Njarðvíkingar fá 2 víti og setja bæði og hinum megin fær Keflavík 2 víti en setja aðeins annað niður og staðan er 67-66 ogKeflavík tekur leikhlé og allt á suðupunkti og 3 mín eftir. Keflvíkingurinn Magni Ómarsson var funheittur á þessum tímapunkti og minnkaði muninn fyrir Keflavík og staðan 69-68 og fylgdi strax á eftir með stórum þrist og staðan skyndilega 69-71.

Friðrik Óskarsson jafnar þá leikinn fyrir Njarðvíkinga 71-71 og rúmlega 1 mín eftir. Þá settur Magni Ómarsson ævintýralega þriggja stiga körfu og Keflvíkingar komnir með leikinn í sínar hendur 71-74 og lítið eftir. Njarðvíkingar bruna í sókn og negla þrist beint í andlitið á Keflavík og staðan orðin 74-74. Keflvíkingar fara í sókn en tapa boltanum klaufalega og Njarðvíkingar geta klárað leikinn þegar 24 sek eru eftir. Njarðvíkingar eru þolinmóðir og láta boltann vinna og í blálokin þegar 2 sek eru eftir af leiknum þá lætur Hjörtur þrist vaða af toppnum og neglir hann. 77-74 og Keflvíkingar ná skoti frá miðju en það geigar og Njarðvíkingar fögnuðu góðum en erfiðum sigri á grönnum sínum í flottum leik sem hafði allt og eiga drengirnir lof skilið.

Framtíðin er greinilega björt á Suðurnesjunum og liðin að ala upp flotta leikmenn.

Stighæstir Njarðvíkinga.

Hjörtur Einarsson      25 stig

Ragnar Ólafsson       15 stig

Friðrik Óskarsson     10 stig

 

Stigahæstir Keflvíkinga.G

uðmundur Gunnarsson   18 stig

Magni Ómarsson              14 stig

Sigfús Arnarsson              13 stig

runar@karfan.is