Tap fyrir Val í framlengdum leik
Stelpurnar töpuðu fyrir Val í Iceland Express deild kvenna, 97-94 eftir tvíframlengdan leik í Vodafonehöllinni. Eftir leik kvöldsins er Keflavík þó áfram á toppi deildarinnar með 22 stig en Valur hefur 8 stig í 5. sæti deildarinnar.
Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 72-72 svo framlengja varð leikinn. Að lokinni fyrstu framlengingu var staðan 82-82 og nokkrir leikmenn beggja liða komnir með fimm villur eða í bullandi villuvandræðum.
Valskonur gáfust aldrei upp þó Keflvíkingar virtust hafa undirtökin á langstærstum köflum leiksins. Þegar skammt var til leiksloka var staðan 95-94 og Valskonur héldu í sókn. Keflavík braut á Val og Molly Peterman setti örugglega niður vítaskotin sín og kom Val í 97-94 sem reyndust lokatölur leiksins.
Kesha var stigahæst í liði Keflavíkur með 25 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst. Birna Valgarðsdóttir lék sinn annan leik í kvöld með Keflavík eftir barnsburðarleyfi og sýndi að hún hefur litlu gleymt en hún gerði 13 stig í leiknum. Susan skoraði einnig 13. stig, Pálína var með 11. stig, Rannveik 10 og Kara 9. stig