Fréttir

Tap gegn Grindavík
Karfa: Konur | 11. september 2013

Tap gegn Grindavík

Keflavíkurstúlkur töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð í Lengjubikarnum er þær biðu lægri hlut gegn Grindavík á útivelli í spennandi leik, 82-76. Það voru fyrrum leikmenn Keflavíkur þær Pálína Gunnlaugsdóttir og María Ben Erlingsdóttir sem reyndust Keflavíkurstúlkum erfiðar en þær skoruðu 47 stig heimastúlkna.

Hjá Keflavíkurstúlkum var Sara Hinriksdóttir best með 22 stig og 8 fráköst, Porsche Landry skoraði 13 stig, Bryndís Guðmundsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir voru með 9 stig, Bríet Hinriksdóttir var með 8 stig og Sandra Þrastardóttir með 6 stig og 7 fráköst.

Þrátt fyrir tapið þurfa Keflavíkurstúlkur ekki að örvænta enda er liðið skipað mörgum ungum og efnilegum stúlkum sem verða bara betri með aukinni ábyrgð og stærra hlutverki. Þá á erlendur leikmaður liðsins bara eftir að verða betri.

Áfram Keflavík!