Tap gegn Grindavík - Valentino sagt upp
Tap gegn Grindavík
Keflvíkingar þurftu að lúta í lægra haldi í gærkvöldi fyrir grönnum sínum í Grindavík. Lokatölur voru 79-75, en Keflvíkingar voru undir nær allan leikinn. Þeir náðu þó að klóra í bakkann og komast yfir með einu stigi þegar lítið var eftir, en Grindvíkingar náðu að klára dæmið í blálokin.
Hörður Axel var atkvæðamestur Keflvíkinga með 18 stig, en Lazar Trifunovic skoraði 16 og hirti 9 fráköst.
Valentino sagt upp
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að segja upp samning sínum við Valentino Maxwell. Hann hefur ekki þótt standa undir væntingum það sem af er tímabils. Hann lofaði þó góðu áður en hann meiddist, sem var helsta ástæðan fyrir því að hann var ekki sendur heim strax. Hann hefur þó aldrei náð að stíga almennilega upp úr meiðslum sínum. Stjórn óskar honum velfarnaðar í lífinu.