Fréttir

Karfa: Konur | 12. janúar 2011

Tap gegn Grindavík í kvöld

Grindavíkurstúlkur mættu í kvöld í Toyota Höllina og miðað við fyrri leik liðana í bikarnum, þá var búist við hörkuleik. Grindavíkurstelpur mættu dýrvitlausar til leiks og komst fljótt yfir í leiknum. Keflavík náði þó að saxa á forskotið og komast yfir á lokamínútum fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var þó eign Grindavíkurstúlkna og fóru þær með 17 stiga forskot í hálfleik, 27-44. Seinni hálfleikur var hauslaus af hálfu Keflavíkurstúlkna og Jacqueline Adamshick var sú eina sem skilaði einhverju í liðinu. Pálína var þó hrjáð af flensu en spilaði samt nokkuð fínan leik miðað við veikindin. Einnig var Birna Valgarðsdóttir fjarverandi, en hún lá í flensu heima hjá sér. Villuvandræði létu á sér bera undir lok leiks og fóru Hrund, Bryndís og Jackie allar út af með 5 villur þegar lítið var eftir. Lokatölur 59-71 fyrir Grindavík.

Jackie átti magnaðan leik líkt og alla aðra leiki, en hún skoraði 34 stig og hirti 10 fráköst. Langt á eftir henni kom Bryndís Guðmundsdóttir með 8 stig, en þetta segir margt um leikinn í heild sinni.

Hjá Grindavík var Crystal Ann Boyd atkvæðamest með 29 stig og Berglind Anna Magnúsdóttir skoraði 12.