Tap gegn Haukastúlkum
Haukastúlkur komu, sáu og sigruðu í gærkvöldi þegar þær mættu í heimsókn í Toyota Höllina. Lokatölur leiksins voru 81-84 fyrir Haukum, en staðan í hálfleik var 47-40 fyrir Keflavík.
Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og spilaðist leikurinn í raun þannig alveg til leiksloka. Spennan fór vaxandi með hverri mínútu og skiptust liðin á því að hafa 1-2 stiga forystu í síðari hálfleik. Það var ekki fyrr en á lokamínútu leiksins þar sem Haukastúlkur náðu að tryggja sér sigurinn í leiknum og gerðu það á vítalínunni þar sem úrslitin réðust, 81-84.
Heildarskor:
Keflavík: Jacquline Adamshick 27/8 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 22/9 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 7, Ingibjörg Jakobsdóttir 7, Marina Caran 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hrund Jóhannsdóttir 5, Marín Rós Karlsdóttir 3, Árný Sif Kristínardóttir 3, Sigrún Albertsdóttir 1, Lovísa Falsdóttir 0, Hrönn Þorgrímsdóttir 0, Eva Rós Guðmundsdóttir 0.
Haukar: Kathleen Patricia Snodgrass 28, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 19/11 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 10, Margrét Rósa Hálfdánardótir 9/4 fráköst, Helga Jónasdóttir 6/4 fráköst, Íris Sverrisdóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Guðrún Ósk Ámundardóttir 4/4 fráköst, Sara Pálmadóttir 0, Kristín Fjóla Reynisdóttir 0, Auður Íris Ólafsdóttir 0, Ína Salóme Sturludóttir 0.