Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 9. nóvember 2010

Tap gegn Tindastól í átakaleik

Strákarnir í drengjaflokki lögðu land undir fót s.l. laugardag þegar þeir léku á Sauðárkróki gegn liði Tindastóls.  Heimamenn byrjuðu leikinn að krafti og léku mjög grimman varnarleik sem kom okkur mönnum örlítið úr jafnvægi. Þrátt fyrir erfiða byrjun komust okkur strákar inn í leikinn hægt og rólega og var staðan 34-31 í hálfleik. 

Seinni hálfelikurinn var keimlíkur þeim fyrri, Tindastólsmenn alltaf skrefi á undan okkur. En strákarnir börðust allan leikinn og voru ekki lagt frá því að leggja spræka leikmenn Tindastóls af velli en lokatölur leiksins urðu 77-65

 

Leikurinn var í járnum allann leikinn þrátt fyrir mjög slaka dómgæslu sem hallaði vægt til orða tekið á okkar stráka. Það er sorglegt að þurfa eyða 12-13 tíma ferðalagi í einn leik og finnast liðið í raun aldrei eiga möguleika á sigri vegna sökum skelfilegrar dómgæslu. 

 

Stigahæstu menn:

Sævar Eyjólfs 25 stig

Sigurður Vignir 9 stig

Andri Þór 9 stig

Kristján T 6 stig

 

Hafliða Már Brynjarson lék ekki með að þessu sinni.