Tap hjá drengjaflokki
Í gær 10.janúar fór drengjaflokkur (f.'90-'91) ævintýraferð norður á Sauðárkrók. Keyrt var norður á afturhjóladrifnum 14 manna Ford ecoliner bíl í glærahálku, snjókomu og NA.18m/sek. Reyndist þetta hin ágætasta manndómsvígsla fyrir þessa ungu hvolpa sem voru töluvert þrekaðir þegar norður kom, eftir 6 tíma akstur í frekar sérstökum aðstæðum.
Lið okkar í þessum leik var þannig skipað: Bjarki Rúnarsson '91, Andri þór Skúlason '93, Guðmundur A. Gunnarsson '90, Sigurður Guðmundsson '92, Gísli Steinar Sverrisson '92, Kristján Smárason '92, Eðvald Ómarsson '92, Atli Dagur Stefánsson ''92, Alfreð Elíasson '90, Almar S. Guðbrandsson '90.
Leikur þessara liða skipti miklu málið fyrir Íslandsmótið þar sem þessi lið voru bæði í 2-4 sæti Íslandsmótsins með 10 stig ásamt skallagrímsmönnum. Leikurinn var jafn í upphafi og leiddu Tindastólsmenn 18-15 eftir fyrsta leikhluta. Við náðum svo að skríða yfir í öðrum leikhluta og stóðu leikar 30-34 okkur í vil. Í þriðja leikhluta tóku Tindastólsmenn öll völd undir körfunum og fráköstuðu okkur í kaf, og það með töluvert lægra lið en við. Sókn eftir sókn fengu þeir 2-4 tækifæri til að skora og náðu að setja 4 þrista á okkur upp úr svona rugli. Við bættist að við lékum óskynsamlega í sókninni og tapaðist leikhlutinn 35-16 og stóð 65-50 eftir þrjá leikhluta. Í fjórða leikhluta voru drengirnir ákveðnari í að sína hvað í þeim bjó og náðu að vinna þann leikhluta með baráttuvörn og breyttu sóknarskipulagi. Vannst sá leikhluti 14-26 sem að nægði þó ekki því lokatölur urðu 79-76. Litlu munaði að við næðum að jafna en þeir settu 2 víti niður þegar 4 sek. voru eftir og við fengum ágætis þriggja stiga skot til að jafna þegar leik lauk.
Stigaskor okkar manna:
Guðmundur 23, Sigurður 2, Kristján 11, Alfreð 23 og Almar 18. Aðrir náðu ekki að skora.
Vítanýting liðsins: 28/36 og settum við 6 þrista.
Áfram Keflavík