Fréttir

Karfa: Unglingaráð | 15. október 2008

Tap hjá drengjaflokki

Drengjaflokkur (f.90-91) tapaði í gærkvöldi (14.okt.) fyrir sprækum fjölnismönnum í Rimaskóla . Leikurinn var jafn framan af þar til í annarri lotu að keflavíkurdrengir fóru í 2-3 svæðisvörn í um 3 mín. og fengu á sig 7 þrista í einum grænum. Fjölnisliðið lék fast og hratt og voru okkar menn ekki nægilega ákveðnir á móti þessum kraftmiklum strákum hjá Fjölni. Við vorum 22 stigum undir í hálfleik og hélst sá munur út seinni hálfleikinn. Leikurinn endaði svo með 15 stiga sigri Fjölnismanna 64 - 79. Fjöolnislið'ið setti 12 þrista alls í leiknum.

Stigaskor okkar manna:
Almar 22, Gísli Steinar 3, Sigurður G. 2, Guðmundur 11, Kristján 8, Eðvald 2, Andri Skúla. 7 og Alfreð 9. Hrói og Ármann náðu ekki að skora í gær, en lofa að bæta úr því strax í næsta leik.  Vítanýting liðsins var 13/24 og sáu Almar, Gummi og Alfreð alfarið um að taka víti í þessum leik.

Áfram Keflavík