Fréttir

Karfa: Karlar | 9. mars 2012

Tap hjá kvenna- og karlaliði Keflavíkur

Það blés ekki byrlega fyrir kvenna- og karlaliði Keflavíkur í síðustu leikjum, en þeir enduðu báðir með tapi. Stelpurnar spiluðu gegn Haukastúlkum í Hafnarfirði á miðvikudagskvöld og endaði sá leikur 84-68 Haukum í vil. Strákarnir spiluðu í gær háspennu- lífshættuleik í Ljónagryfjunni sem endaði með sigri Njarðvíkinga 93-95.

Keflavíkurstúlkur komu grimmar til leiks og héldu forystu í leiknum út 1. leikhlutann. Í öðrum leikhluta varð leikurinn jafnari og Haukastúlkur létu Tierny  Jenkins setja hann grimmt. Haukastúlkur komu aukinheldur mun grimmari til leiks í seinni hálfleik og voru einfaldlega betri aðilinn. Skot þeirra voru að detta, en eigi hjá Keflavíkurstúlkum. Lokatölur 93-95 Haukum í vil og ljóst að Deildarmeistaratitill verður að bíða eitthvað lengur hjá Keflavíkurstúlkum. Þó þarf einungis einn sigur til viðbóta, en þær eiga Snæfell og KR eftir, sem geta verið erfiðir mótherjar oft og tíðum.

Grannaslagurinn frægi var háður í Ljónagryfjunni í gærkvöldi þegar Njarðvík og Keflavík áttust við. Stemmari var á pöllunum eins og venjulega hjá þessum liðum og leikurinn bauð upp á allt það besta. Njarðvíkingar í bullandi baráttu um að komast sér í úrslitakeppnina, meðan Keflvíkingar eru í bullandi baráttu um að ná öðru sætinu í deildinni fyrir úrslitakeppnina. Keflvíkingar sátu oftar í bílstjórasætinu í leiknum en þó varð munurinn aldrei mikill í leiknum þannig að annað liðið væri líklegra en hitt til að landa sigri. Það var rafmagnað andrúmsloftið á lokamínútu leiksins þegar bæði lið komu sér í forystu, en í stöðunni 95-92 fór Maggi Gunnars á vítalínuna eftir að brotið hafði verið á honum í 3ja stiga skoti og hafði hann möguleika á því að jafna leikinn. Fyrsta skotið geigaði hins vegar, annað fór ofan í og vísvitandi klikkaði hann úr 3ja skotinu. Keflavík náði frákasti og Parker reyndi erfitt skot sem geigaði og Njarðvík með frákastið sem tryggði þeim sigurinn.

Keflvíkingar dutti í 5. sæti deildarinnar með tapinu og ljóst að næstu 3 leikir eru gríðarlega mikilvægir. Stjarnan, Fjölnir og Ír eru eftir í deildinni og ekkert annað en sigur kemur til greina í öllum þessum leikjum.

 


Pálína leiddi vagninn hjá Keflavík í tapleik gegn Haukum með 22 stig

 


Parker skilaði sínu gegn Njarðvík með 35 stig