Fréttir

Karfa: Karlar | 4. febrúar 2012

Tap hjá stelpunum - sigur hjá strákunum og bikar á morgun!

Stelpurnar okkar áttu leik á Stykkishólmi við Snæfellsstúlkur á miðvikudagskvöld og því miður endaði sá leikur með tapi fyrir okkar stelpum. Snæfellsstúlkur komust í 10-0 forystu í upphafi leiks og voru okkar stelpur að elta allan tímann, með misjöfnum árangri. Minnstur varð munurinn 2 stig, en því miður komst Keflavík ekki nær í leiknum. Lokatölur voru 91-83 fyrir Snæfell.

Pálína Gunnlaugsdóttir var atkvæðamest með 33 stig, en Jaleesa Butler skoraði 18 stig og hirti 14 fráköst.

Strákarnir okkar áttu heimaleik gegn Valsmönnum á fimmtudagskvöld. Leikurinn var frekar bragðdaufur og hafa Valsmenn átt slakt tímabil með engan sigur það sem af er. Keflvíkingar náðu yfirburðarstöðu í öðrum leikhluta og létu hana ekki af hendi út leikinn. Lokatölur leiksins voru 98-76 fyrir okkar mönnum.

Nýjasti maðurinn okkar Kristoffer Douse skoraði 19 stig og var atkvæðamestur í leiknum. Jarryd Cole og Charles Parker skoruðu 13, Maggi Gun 12 og Gunnar Stefánsson 10. Allir leikmenn Keflavíkur settu stig fyrir utan Sidda, sem var alltaf jafn reiður þegar að boltinn sleikti ekki netið innan frá - skiljanlega.

Stórleikur á morgun þegar að Keflvíkingar eiga heimaleik gegn KFÍ í 4-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar. Hvetjum alla stuðningsmenn til að mæta og hvetja strákana áfram til sigurs!!!

Áfram Keflavík!

 

Steven Gerard er hættur að spila með Keflavík