Fréttir

Karfa: Unglingaráð | 5. nóvember 2008

Tap hjá unglingaflokk karla

Í gærkvöld (þriðjud. 4.11.)  áttust við í Iðunni á Selfossi Keflavík og FSu. í unglingaflokki karla (f.'88 og '89) Leikurinn var hraður og skemmtilegur og einkenndist fyrri hálfleikur af fastri vörn. Ákafinn í varnarleiknum var fullmikill á köflum og hefðu ágætir dómarar leiksins mátt taka harðar á þessum allt að því grófa varnarleik. Liðin skiptust á að hafa forystu og eftir fyrsta leikhluta leiddu okkar drengir 20 - 23.  FSu drengir leiddu svo með 5 stigum í hléi 55 - 50. Í seinni hálfleik hélt baráttan áfram og munaði aldrei meira en 3-5 stigum á liðunum. í stöðunni 68 - 67 og 1 mín. eftir af leiknum, settu FSu drengir tvo þrista og breyttu stöðunni í 74 - 68 og kláruðu þar með leikinn. Leiknum lauk svo með sigri FSu 76 - 70.

Lið okkar var þannig skipað í kvöld:
Garðar Arnarson, Almar S. Guðbrandsson, Guðmundur Gunnarsson, Sigurður Guðmundsson (f.'92),  Jóhann Finnsson, Eyþór Pétursson, Axel Margeirsosn, Bjarni Rúnarsson, Elvar Sigurjónsson og Alfreð Elíasson.

Stigaskor okkar manna í kvöld:
Almar 7, Gummi, 12, Axel 29, Elvar, 15 og Alfreð 7.
Aðrir skoruðu ekki. Siggi Guðm. F.E.I.
Vítanýting liðs. 15/22

Áfram Keflavík