Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 21. október 2010

Tap hjá unglingaflokki karla.

Keflavík vs. Fsu 77-86

 

Síðastliðinn laugardag komu piltarnir í Fsu frá Selfossi í heimsókn í Toyota höllinni.  Meðal leikmanna í Fsu eru Gummi Gunnars sem er alinn upp í Keflavík og Valur Valsson Ingimundarsonar. 

 

Hörkuleikur þar sem Keflavík hafð forustu alveg fram í lok 4. leikhluta, þangað til leikmenn hreinlega gáfust upp og létu spræka Fsu stráka valta yfir sig á lokasprettinum.

 

Fyrri hálfleikurinn var mjög vel spilaður af okkar hálfu þar sem leikmenn lögð sig 100% fram í verkefnið og var unun að horfa á þá spila.

Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri þar sem okkar strákar voru alltaf einu skrefi á undan Fsu strákunum.  En um miðjan 4. leikhluta gekk ekkert upp og leikmenn misstu dapinn sem Fsu leikmenn nýttu sér vel og kláruðu leikinn með stæl.

 

Stigaskor

Sævar Eyjólfs 17 stig

Siggi Viggi  15 stig

Andri Þór 14 stig 

Sigmar Logi 13 stig (öll í fyrri hálfelik)

Kristján T 12 stig