Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 27. október 2010

Tap í bikar.

Keflavíkurdrengir í 9. flokki (9. bekkur grunnskólans) heimsótti Fjölnismenn í forkeppni bikarkeppni KKÍ. Leikið var í Rimaskóla í Grafarvogi.
Nokkur hæðarmunur er á liðunum en leikurinn varð engu að síður skemmtilegur og jafn. Eftir þrjár leikhluta stóðu leikar jafnir 35 - 35. Fjölnisdrengir byrjuðu fjórða leikhluta á að skora fyrstu fjögur stigin og hélst sá munur mest allan leikhlutann. Í stöðunni 45 - 50  skora Fjölnisdrengir sjö stig í röð og klára leikinn. Aðalmunurinn á liðunum var hittnin, en Keflavíkurdrengir léku þennan leik mjög vel og sýndu þeir eindæma þolinmæði í sínum sóknarleik og tóku góð skot, en ofan í vildi boltinn ekki. Fjölnismenn kláruðu hinsvegar leikinn með að setja erifð skot niður eftir glæsilegan varnarleik okkar manna.

Skemmtillegt var að sjá 1-3-1 svæðisvörn Fjölnismanna sem gerði okkur grikk í lok leiks, en slík varnarútfærsla hefur vart sést frá því að Decarsta Webster (Spóinn) var og hét, en Haukar undir stjórn Einars  Bollasonar notuðu þetta mikið í þá daga.

Stig okkar manna gerðu:
Tryggvi 17, Máni 8, Sigurþór 6,  Gummi 6, Birkir 5, Sindri 5 og Knútur 2.

Áfram Keflavík !