Fréttir

Karfa: Konur | 2. febrúar 2009

Tap í Borgarnesi

Keflavík b sótti Skallagrím heim í 1. deild kvenna í gær.  Liðin hafa tvisar áður mæst í vetur þar sem Keflvíkingar hafa unnið öruggan sigur á heimavelli í bæði skiptin. Skallagrímsliðið mætti mun ákveðnara til leiks í gær og náði strax forystu sem þær náðu að halda megnið af leiknum.  Keflavík náði aldrei að hrökkva almennilega í gírinn þó þær tækju ágætar rispur af og til.  Þær beittu töluvert pressuvörn sem Skallagrímsstelpur náðu á köflum að leysa með prýði og fengu fyrir vikið of auðveldar körfur.  Að sama skapi gekk okkur stelpum oft herfilega að setja niður „öruggu færin“ og gáfu í það heila allt af mörg sóknarfráköst í leiknum. Þrátt fyrir strögl fengu stelpurnar tækifæri á að stela sigrinum í þessum leik með því að ná átta stiga forystu niður í þrjú stig þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum.  Það gekk hinsvegar illa að skapa eitthvað af viti þessar síðustu sóknir og einu tvö stigin sem komu á þessum kafla duttu í eigin körfu.  Verðskuldaður sigur Skallagríms og stelpurnar mæta vonandi betur stemmdar í seinni útileik liðanna eftir tvær vikur og hefna ófaranna. 

 

Skallagrímur - Keflavík b

62 - 57 (20-12, 32-29, 49-42)

Stigaskor Keflavíkur:

Lóa Dís 14, María Ben 13, Telma Lind 9, Sigrún 7, Emelía 4, Soffía Rún 4, Árnína 3, Ástrós 2 og Erna 1 stig.

Eva Rós Haralds, Helena Ösp og Sara voru einnig í liðinu en léku ekki.

Vítanýting 14/23 eða 60,8%

 

Næsti leikur í deildinni er útileikur við Njarðvík n.k. föstudag,  6. febrúar kl.19.15 og er þar um toppslag að ræða.