Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 21. október 2007

Tap í fyrsta leik

Keflavíkurhraðlestin mætti galvösk í Ásgarðin í dag í nýjum glæsilegum búningum merktum " Bergás " sem er helsti styrktaraðili liðsins. Þrátt fyrir nýja glæsilega búninga tókst ekki að fuðra almennilega upp í gömlu glæðunum í dag, og tapaðist fyrsti leikur Keflavík-b gegn Stjörnunni-b. Sú regla gildir hjá okkur (h)eldri mönnum að fimm elstu leikmennirnir skulu ávallt hefja lek og var byrjunarliðið því skipað þeim Jóni Kr., Hrannari, Jóni Ben, Matta og Sigga. Ekki voru búnar nema ríflega þrjár mín. af leik, þegar fyrstu menn fóru að biðja um skiptingar og þráðu heitt að geta dregið andann á ný. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi og jafnt á öllum tölum. Hjá okkar liði sáust skemmtilegir samspils-taktar og greinilegt að menn höfðu spilað saman áður. Staðan í leikhléi var sú að við leiddum með einu stigi 39 - 40.

Í þriðju lotu hélt sama stemmingin áfram, jafnt á öllum tölum, en farið að draga aðeins af okkar liði. Staðan eftir þrjár lotur var 64-65 okkur í vil.  Í fjörðu lotu hófu okkar menn leikinn ennþá í pásu ( enda einnar mín. hlé á milli lota alltof stutt ) og Stjörnumenn nýttu sér það og sigldu fram úr og breyttu stöðunni snarlega í 79 - 65. Var því ljóst að erfiðar lokamínútur væru framundan. Liðstjóri liðsins, tók þá erfiðu, en úthugsuðu ákvörðun að byrja að brjóta á Stjörnumönnum þegar fimm mínútur lifðu leiks. Ekki virtist gæfulegt að pressa og ekki máttum við vera fleiri en fimm inn á í einu og mikið nauðsynlegt að fá auka pásur í leikinn fyrir okkar sveit, enda lítið eftir af ferskum fótum. Trixið að fara að brjóta strax virtist vera að virka og var vítanýting Stjörnumanna 50% á þessum kafla. En sigurhungrið var Stjörnumegin í dag, því þeir hirtu fráköstin eftir misnotuðu vítin eins og þeir væru að týna ber af trjám og náðu því landa sigri. 91 - 75

Stig okkar manna skoruðu:
Einar Einars.  4 stig, Matti  3, Guðjón Gylfa. 3, Birgir Guðf.  9, Magnús Guðf.  5, Albert Ó.  13, Hrannar  8, Guðjón Skúla. 5 ( var ekki að finna sig á græna gólfinu ) Siggi  11, Jón Kr. 12, Jón Ben  2stig.  
Elentínus., Falur, Guðbrandur og Skúli Skúla. léku ekk með í dag.

Næsti leikur liðsins verður þann 11.nóv. við Fjölnismenn í Grafarvoginum, en fyrsti heimaleikurinn verður svo þann 18.nóv þegar liðið tekur á móti ÍR-b á Sunnubrautinni.

Áfram Keflavík