Fréttir

Karfa: Konur | 15. október 2008

Tap í fyrsta leik hjá stelpunum

Iceland Express-deild kvenna fór af stað í kvöld þegar Keflavíkurstelpur fengu Hauka í heimsókn. Því miður tókst okkar stelpum ekki að næla sér í sigur í opnunarleiknum því gestirnir sigruðu 60-65 en staðan í hálfleik var 33-34.  Keflavík var með 1.stig forustu eftir 3. leikhluta en áttu slæman lokaleikhluta þar sem þær skorðuðu aðeins 10. stig. Skotnýtting liðsins var aðeins 29 % sem verður að laga fyrir næsta leik.

Stigahæst var Pálína með 19. stig og Birna var með 12. stig.

Tölfræði leiksins.

Meira um leikinn á karfan.is

Pálína átti góðan leik í kvöld. Mynd af karfan.is