Fréttir

Körfubolti | 6. september 2007

Tap í fyrsta leik í Reykjanesmóti

Keflavík tapaði í kvöld fyrsta leik sínum í Reykjanesmótinu en leikurinn fór fram í Íþróttahúsinu í Vogum. Staðan í hálfleik var 41- 37 Blikum í vil og 63-58 eftir þriðja leikhluta. Lokatölur leiksins voru 86-81.

Eðlilega var mikil haustbragur á leik liðsins og fengu yngri og óreyndari leikmenn talsverðan spilatíma. Magnús Þór Gunnarsson var að mestu hvíldur í leiknum en hjá Breiðabliki var Bandaríkjamaðurinn Tony Cornett yfirburðarmaður.

Keflavík - Breiðablik 81-86 (17-20, 37-41, 58-63)
Stig Keflavíkur: Jón Norðdal Hafsteinsson 15, Þröstur Leó Jóhannsson 12, Gunnar Einarsson 10, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9, Axel Margeirsson 7, Magnús Þór Gunnarsson 7, Sigfús Jóhann Árnason 6, Arnar Freyr Jónsson 6, Jón Gauti Jónsson 5, Vilhjálmur Steinarsson 4.
Stig Breiðabliks: Tony Cornett 42, Kristján Rúnar Sigurðsson 21, Loftur Þór Einarsson 6, Þórólfur Þorsteinsson 6, Halldór Halldórsson 5, Rúnar Pálmarsson 2, Rúnar Ingi Erlingsson 2, Ólafur Hrafn Guðnason 2.

Mótið heldur svo áfram á morgun en þá er leikið í Keflavík en þá koma KR-ingar í heimsókn.