Tap í Grafarvogi
Keflavík tapaði öðrum leik sínum í röð í Iceland Express-deildinni í gærkvöldi þegar liði mæti Fjölni. Liðunum var fyrir tímabilið spáð ólíku gengi, Keflavík við toppinn en Fjölnismönnum botnbaráttu. Það verður ekki tekið af Fjölni að þeir áttu frábæran dag og kannski sinn besta leik í langan tíma. Okkar menn voru alltaf skrefinu á eftir og vörnin sú slappasta sem sést hefur lengi. Þar sem ég var ekki á leiknum fékk ég lánað lýsingu þeirra Fjölnismanna á leiknum.
Þess má geta að fréttin er skrifuð jafnóðum og leikurinn á sér stað.
1. leikhluti:
Byrjunarlið Fjölnis: Níels, Hjalti, Patrick, Keith, Nemanja.
Byrjunarlið Keflavíkur: Thomas, Tim Ellis, Arnar, Siggi Þ, Magnús G.
Tim Ellis skoraði fyrstu stig leiksins fyrir Keflvíkinga. Nemanja svaraði þó fyrir okkur hinum megin með fallegu þriggja stiga skoti. Klukka okkar Fjölnismanna klikkaði eitthvað eftir það og varð þá 10 mínútna hlé á leiknum þar sem að starfsmenn Fjölnis komu klukkunni í gang á meðan að þeir 270 áhorfendur sem voru á leiknum nutu góðrar tónlistar frá Dj-Cut. Leikurinn hófst svo aftur á því að Nemanja negldi niður öðrum þrist beint í andlitið á Thomas Soltau. Keflvíkingar svöruðu fyrir sig en í næstu sókn skoraði Nem enn og aftur og ljóst að Póst-Vélin var hrokkin í gang!
Hjalti setti þrist í næstu sókn eftir stoðsendingu frá Nem og við vorum komnir með 7 stiga forskot eftir 4 mínútna leik. Sannkölluð óskabyrjun okkar manna. Þegar að 5 mínútur voru eftir af leikhlutanum fór Hjalti hamförum fyrir utan þriggja stiga línuna og skoraði þrjár slíkar á stuttum tíma. Þegar að 3 mínútur voru eftir var staðan orðin 25-15, okkur í vil. Nýr Ameríkani Keflvíkinga, Tim Ellis, reyndi mikið í fyrsta leikhluta en komst lítið áfram gegn sterkri vörn Grafarvogsbúa. Morgunskotæfingar Keith Vassels voru svo greinilega að skila árangri þegar að Níels bætti enn einum þristinum í safn Fjölnismanna og við búnir að skora úr 6 af 8 skotum okkar fyrir utan línuna. Keflvíkingar áttu samt svar við góðum leik Fjölnismanna á bekknum, Jón Norðdal kom inná hjá Keflvíkingum og setti strax mark sitt á leikinn með 6 stigum úr sniðskotum. Leikhlutinn endaði 31 - 21 fyrir Fjölni.
Níels var einu frákasti frá þrefaldri tvennu, 18 stig, 10 stoðsendingar og 9 fráköst.
2. leikhluti:
Annar leikhluti fór fjörlega af stað. Allir sem komu inn í leikinn hjá Fjölni settu strax mark sitt á hann. Marvin skoraði þriggja stiga körfu og Níels sem var búinn að spila afburðavel í leiknum setti 5 stig á stuttum kafla, auk þess að verja skot, og það er greinilega búið að sjást í seinustu leikjum að Níels er svo sannarlega góður fengur fyrir Fjölni.
Það lifnaði mikið yfir Ameríkana keflvíkinga í öðrum leikhluta. Hann setti niður flottar körfur í öllum regnbogans litum og minkaði forskot Fjölnismanna niður í 6 stig þegar að 3 mínútur voru eftir af leikhlutanum. Hinum megin gekk okkur illa í sókninni og við töpuðum boltanum fjórar sóknir í röð. Leikhlutinn endaði 53-46 fyrir Fjölni. Nemanja átti stórkostlegan fyrri hálfleik, skoraði 21 stig og tók 8 fráköst. Níels var líka mjög góður sem og Hjalti Vilhjálmsson.
3. leikhluti:
Magnús Gunnarsson hóf þriðja leikhluta á tveimur stiga körfum. Hinum megin reyndi Patrick að svara fyrir Fjölni, en það tókst ekki, og lítið búið að ganga upp hjá honum sóknarlega í leiknum. Nemanja hélt hinsvegar áfram að skora og bætti við þrem stigum. Við tók hinsvegar hryna mistaka hjá Fjölnismönnum sem varð til þess að Keflvíkiingar náðu 1 stigs forskoti, 55-56, með viðstöðulausri troðslu Thomas Soltau. Hjalti ætlaði hinsvegar ekki að láta þetta yfir okkur ganga og skoraði þriggja stiga körfu og Vassel fylgdi honum á eftir í næstu sókn með annari. Allt ætlaði svo um koll að keyra þegar að Nemanja bætti við þriðju þriggja stiga körfunni og kom okkur 4 stigum yfir. Tim Ellis batt þá stuttu seinna enda á gamanið með góðum körfum og kom Keflvíkingum 4 stigum yfir fyrir síðasta leikhlutann, 69-73.
Járnkarlinn Hjalti Vilhjálms gefur skemmtilega sendingu á Patrick...
4. leikhluti:
Níels byrjaði á því að skora þrist í fyrstu sókn. Þegar að þrjár mínutur voru liðnar minkaði Patrick forystu keflvíkinga niður í 2 stig og leikurinn galopinn. Hver annar en Tryggvi Pálsson, svellkaldur, kom okkur svo yfir með þriggja stiga körfu þegar að 5 mínútur voru eftir af leiknum. 81-80. Önnur eins spenna hefur sjaldan sést í Dalhúsum. Nemanja skoraði snilldar körfu eftir rosalegan snúning, Patrick og Hjalti hjálpuðust að við að stela boltanum hinum megin, Patrick æddi upp í sniðskotið, klikkaði, en Níels Dungal óð upp í frákastið, skoraði og fékk vítaskot að auki. Fjölnismenn trylltust á pöllunum en Keflvíkingar litu óttaslegnir upp á klukkuna og sáu að þeir voru komnir 5 stigum undir og aðeins 3 mínútur eftir af leiknum.
Keflvíkingar tóku leikhlé meðan Fjölnismenn dönsuðu í stúkunni. Níels skoraði úr vítaskotinu en Thomas Soltau tróð svo yfir okkar menn í fyrstu sókn þeirra eftir leikhléið. Nemanja svaraði hinum megin með glæsilegu gegnubroti og Hjalti kom okkur svo 7 stigum yfir í sókinni á eftir. Tim Ellis óð upp í hálf vonlaust skot og boltinn útaf. Keflvíkingar tóku annað leikhlé. 1 mínúta og 22 sekúndur voru eftir af leiknum.
Þegar að Keflvíkingar hófu leikinn aftur var augljóst hver átti að bjarga þeim úr þessum vandræðum, hver annar en Magnús Gunnarsson. Hann heldur betur svaraði kallinu og skoraði þriggja stiga körfu í næstu sókn og minkaði muninn í 5 stig. Tryggvi Pálsson átti slæma sendingu í innkastinu undir körfunni sem Sverrir Sverrisson stal og fiskaði tvö vítaskot. Okkur til mikillar ánægju nýtti hann aðeins eitt skot. Við fengum boltann aftur í innkast undir körfunni, en í annað skiptið stálu Keflvíkingar boltanum úr innkastinu með ákafri pressu sinni sem greinilega setti Fjölnismenn útaf laginu. Tveir tapaðir boltar úr innkasti var ekki eitthvað sem við vildum sjá þegar að við vorum 4 stigum yfir gegn Keflavík og 1 mínúta og 20 sekúndur eftir af leiknum. Magnús Gunnarsson hljóp upp úr skríni og skoraði annan þrist fyrir Keflvíkinga og minkaði muninn í eitt stig.
Þegar að mínúta var eftir fékk Hjalti tvö vítaskot en nýtti hvorugt. Keflvíkingar brunuðu upp í sókn og allt ætlaði gjörsamlega að verða vitlaust. Tim Ellis óð upp að körfunni og uppskar tvö vítaskot. Hann hafði möguleikann á að koma Keflvíkingum yfir. Hann jafnaði leikinn í fyrra skotinu og dró andann djúpt fyrir það seinna, sem hann nýtti líka. Keflvíkingar pressuðu eins og brjálæðingar en við náðum að leysa pressuna og Nemanja skoraði 2 stig með fallegri körfu. 40 sekúndur eftir og spennan rosaleg! Við erum einu stigi yfir þegar að Keflvíkingar fara í sókn en Tim Ellis fær dæmdar á sig 3 sekúndur þegar hann er við það að skora. Níels kemst einn á einn í hraðaupphlaup, hittir ekki en Patrick fylgir á eftir með frákastinu og uppsker tvö vítaskot. 8 Sekúndur eftir við einu stigi yfir. Það mátti heyra saumnál detta í húsinu. Patrick klikkaði á fyrra skotinu en nýtir hið seinna. 7 sekúndur eftir af leiknum og við tveim stigum yfir. Keflvíkingar gefa á Tim Ellis sem veður upp völlinn, stekkur upp og fiskar villu þegar að 00.3 sekúndur eru eftir af leiknum. Hann skoraði úr báðum skotunum og niðurstaðan framlenging!
Patrick setur niður fallegt stökkskot...
Framlenging:
Fjölnir hóf framlenginguna án Nemanja Sovic sem hafði átt frábæran leik, 35 stig og 11 fráköst, en hann hafði einnig fengið 5 villur. Vassell skoraði fyrstu stig Fjölnismanna en Jón Norðdal jafnaði leikinn fyrir Keflavík. Fjölnir tapaði boltanum og enn og aftur fengum við þriggja stiga körfu í andlitið á okkur frá Magnúsi Gunnarssyni. Keith svaraði með annari slíkri og í sókn Keflvíkinga stal Níelsl boltanum, uppskar villu og skoraði úr einu víti. Fjölnir stálu boltanum aftur í næstu sókn og brunuðu upp völlinn þegar að 2 mínútur og 35 sekúndur voru eftir. Hjalti tók skot í þvögu sem hann skoraði ekki úr, Patrick fylgdi á eftir með frákasti og fékk tvö skot þar sem við skoruðum aftur bara úr öðru skotinu. Staðan orðin 101-99 fyrir okkur. Magnús gunnarsson skoraði enn eina þriggja stiga körfuna við mikil vonbrigði frá Fjölnismönnum og kom Keflavík 1 stigi yfir! Keith fór á vítalínuna og enn og aftur nýttum við aðeins eitt skot. Hann bætti fyrir það í vörninni með vörði skoti og frákasti, tiplaði svo yfir í sókn og negldi niður eitursvalur þriggja stiga körfu, 105-102. Þvílíkur leikur! Við vorum þó ekki lengi í himnaríki því að Arnar freyr skoraði þriggja stiga hinummegin og jafnaði leikinn. Það var ótrúlegt hvað öll skot duttu niður í leikhlutanum. "Skyldi verða tvíframlengt?" hugsuðu menn á hliðar línunni.
Enn og aftur fórum við á vítalínuna, og eins og fyrri daginn klikkuðum við á fyrra skotinu. Var pressan að fara með menn? Þegar að ein og hálf mínuta var eftir brunuðu Keflvíkingar ó sókn. Gunnar Einars fær galopið þriggja stiga skot og Fjölnismenn taka andköf, þetta var dæmt til að fara ofan í. Hann hitti hinsvegar ekki og Fjölnir fóru upp í sókn sem þeir nýttu ekki. Keflvíkingar klikkuðu líka í næstu sókn á eftir, Patrick stökk hæst manna, náði frákastinu, sendi boltann fram á Hjalta sem skoraði einn á auðum sjó. 40 Sekúndur eftir og við yfir, 108-105. Gunnar Einarsson klikkar úr öðru þriggja stiga skoti og 20 sekúndur eftir af leiknum. Patrick fær tvö skot, klikkar úr því fyrra en skorar örugglega í því seinna. Þegar að 10 sekúndur eru eftir skorar Arnar Freyr enn eina þriggja stiga körfuna fyrir Keflavík og minkar muninn í 1 stig. Keflvíkingar brutu samstundis á Keith úr innkastinu og hann á vítalínuna. Við einu stigi yfir, 10 sekúndur eftir, og við það að vinna Powerade meistara Keflavíkur. Gat spennan verið meiri? Keith klikkaði úr fyrra skotinu en skoraði úr því seinna, 110-108. Arnar Freyr brunaði upp í sókn, komst inn í teig Fjölnismanna en við náðum að slá í boltann, náðum valdi á honum og sigur fyrstu sigur Fjölnismanna í deildinni staðreynd!
Nemanja og Níels voru báðir stórkostlegir í kvöld. Nemanja skoraði 37 stig, tók 11 fráköst, og var með 3 stolna bolta. Níels skoraði 18 stig, gaf 10 stoðsendingar, tók 9 fráköst, stal 3 boltum og varði 1 skot. Hjalti Vilhjálms skoraði 16 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Patrick Oliver skoraði 13 stig, náði 7 fráköstum, gaf 4 stoðsendingar, stal 3 boltum og varði hvorki meira né minna en 6 skot. Keith Vassell skoraði 16 stig, tók 15 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 1 skot.
Hjá Keflvíkingum fór Tim Ellis hamförum og skoraði 37 stig auk þess að taka 9 fráköst. Magnús Gunnarsson var hinsvegar við það að stela senunni í endann með því að raða niður þriggja stiga körfunum, enda setti hann 7 slíkar og endaði leikinn með 27 stig, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Jón Norðdal átti skemmtilega innkomu með 13 stig en aðrir leikmenn voru minna áberandi.
Tölfræði leiksins má sjá hér.