Tap í Grindavík
Keflvíkingar töpuðu leik sínum í kvöld gegn Grindavík, en lokatölur leiksins voru 76-72. Keflvíkingar voru alltof seinir að hrökkva almennilega í gang og bróðurpartinn af leiknum voru Grindvíkingar ávallt skrefinu á undan. Keflvíkingar voru með hreint út sagt skelfilega nýtingu í 3ja stiga skotum sínum, en þeir tóku 32 skot og einungis 3 fóru ofan í. Þar ber hæst að nefna Draelon Burns sem skaut 8 og hitti úr engu. Hössi skaut 8 og hitti úr 1. Liðin voru jöfn í fráköstum, en Keflvíkingar áttu erfitt með Darrell Flake sem skoraði 29 stig. Gunnar Einarsson var stigahæstur hjá Keflavík með 20 stig. Keflvíkingar fengu mörg gullin tækifæri undir lokin til að jafna leikinn, en hvert skotið á fætur öðru geigaði. Lítið annað hægt að gera en að kyngja þessum úrslitum og halda áfram í næsta leik.
Næsti leikur er gegn Njarðvík á fimmtudag í næstu viku og alveg ljóst að strákarnir þurfa að taka sig á til að innbyrða sigur.