Fréttir

Karfa: Konur | 13. mars 2010

Tap í Hveragerði

Keflavíkurstúlkur töpuðu 1. leik sínum í 4-liða úrslitum Iceland Express-deildarinnar í kvöld, en það voru Hamarsstúlkur sem lögðu þær að velli með 20 stigum. Lokatölur leiksins voru 97-77. Hamarsstúlkur höfðu töglin og haldirnar í öllum leiknum og náðu meðal annars 25-9 forystu í 1. leikhluta. Keflavíkurstúlkur náðu þó að spýta í lófana í 3. leikhluta og náðu mest að minnka muninn í 3 stig. Lengra komust þær þó ekki. Það verður því afar mikilvægt fyrir Keflavíkurstúlkur að landa sigri í næsta leik sem fer fram á þriðjudaginn næstkomandi í Keflavík. Það lið sem fyrst sigrar 3 leiki kemst áfram í úrslitin.

Hjá Keflavík var Kristi Smith með 22 stig. Birna Valgarðsdóttir skoraði 15 stig og Bryndís Guðmundsdóttir 14. Hjá Hamar var Julia Dermier erfið að vanda, en hún skoraði 25 stig og hirti 16 fráköst. Guðbjörg Sverrisdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir skoruðu báðar 18 stig.

Næsti leikur eins og fyrr segir í Toyota Höllinni á þriðjudaginn næstkomandi klukkan 19:15. Nú þurfa stelpurnar á miklum stuðning að halda frá bæjarbúum og eru allir hvattir til að mæta og styðja við bakið á þeim.