Fréttir

Körfubolti | 8. mars 2007

Tap í kvöld og liðin mætast í 8. liða úrslitum

Keflavík tapaði í kvöld fyrsta leik sínum gegn Snæfell á heimavelli, en Keflavík hafði fyrir þennan leik unnið allar viðureignir liðanna í Keflavík. Mikil barátta einkenndi leikinn eins og alltaf þegar þessi tvö lið mætast. Grindavík sigraði KR í kvöld sem þýðir að Keflavík datt niður 6. sæti. Keflavík mun því mæta Snæfell í 8. liða úrslitum

Stigahæstir Sebastian  með 23 stig, Maggi 18 stig, Sverrir 14 stig, Gunni 12 stig og Jonni 9 stig.   Meira um leikinn síðar.............

Staðan þegar 50. sek. voru eftir, 75-84 fyrir Snæfell
Staðan þegar 2.30 sek. voru eftir, 73-79 fyrir Snæfell
Staðan þegar 4.20 sek. voru eftir, 73-74 fyrir Snæfell
Keflavík var yfir gegn Snæfell 64-59 eftir þriðja leikhluta.
Keflavík var undir í hálfleik í, 43-45.  Snæfell var með 6. stiga forustu eftir 1. leikhluta,23-29 en Keflavík átti góðan sprett í byrjun 2. leikhluta og jafnaði 35-35 þegar 6 mín voru eftir af honum. Strákarnir komust svo yfir þegar um 3. mín. en misstu forustuna rétt fyrir hlé.

Sebastian byrjaði leikinn vel ásamt, Sverri og Magga en einnig átti Axel fína innkomu í leikinn. Í liðið vantar Tony Harris, Arnar Freyr og Þröst.

Leikmannahópur Keflavíkur í kvöld.

4. Gunnar Einarsson
5. Axel Margeirsson
6. Páll Kristinsson
7. Jón Norðdal Hafsteinsson
8. Sverrir Þór Sverrisson
9. Sigurður Sigurðsson
10.Magnús Þór Gunnarsson
11.Halldór Örn Halldórsson
12.Jón Gauti Jónsson
13.Elvar Sigurjónsson
14.Sebastian Herminier
15.Sigurður Gunnar Þorsteinsson

Byrjunarlið Gunni, Maggi, Sverrir, Sebastian og Jonni

Önnur úrslit.
Haukar-Hamar/Selfoss   72-92 
Skallagrímur-ÍR       87-102 
Fjölnir-Tindastóll    94-87 
KR-Grindavík          92-96      

Þau lið sem mætast eru:

Njarðvík-Hamar/Selfoss
Snæfell-Keflavík
KR-ÍR
Skallgrímur-Grindavík