Fréttir

Körfubolti | 15. desember 2005

Tap í Madeira

Keflavík tapaði í kvöld fyrir CAB Madeira seinni leiknum í 16 liða úrslitum EuroCup Challange 105-90.  AJ skoraði 36 stig og var með 10 fráköst.  Jonni kom næstur með 16 stig og 5 fráköst.

Leikurinn byrjaði með látum og það var mikil barátta í gangi strax frá byrjun. Í leiknum í Keflavík vorum við í vandræðu með að leysa pressuvörnina þeirra. Það vandamál var ekki fyrir hendi í þessum leik. Þó úrslitin úr fyrri leiknum hafi gert þennan leik erfiðan, þá var það ekki að sjá á leikmönnum sem voru mjög einbeitir allan leikinn. Þeir ætluðu sér bara eitt og það var sigur. Madeira er skipað atvinnumönnum út í gegn og æfir tvisar dag og því ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.

 

AJ og Jonni byrjuðu leikinn vel. Jonni keyrði mikið að körfunni og réðu þeir illa við hraða hans. AJ var mjög öflugur og skoraði mikið. Það var líka mikið brotið á honum og vitahitnin var góð hjá honum, klikkaði aðeins á tveimur  í leiknum og reyndar klikkaði hann aðeins á 5 skotum í leiknum öllum. Þessum tveimur vítaskotum, tveim inn í teig og einu þriggja stiga .

 

 Það má segja að ‘’ runnið’’ sem Madeira náði í þriðja leikhluta hafa gert út um þetta hjá okkur. Þar skoruðu þeir 16 stig í röð og breytur stöðunni úr 41-39 í 58-42 á nokkrum mínutum og 3 stiga karfan hjá AJ voru okkar einu stig lengi framan af seinni hálfleik.

 

Það sem er best við leikinn er að liðið spilaði vel saman sem heild, allir leikmenn spiluðu af sama krafti og aldrei var gefist upp.Það sem var best að við náðum að pirra þá og þeir þurftu að hafa mikið fyrir hlutunum. Fyrir utan þessar mínutur í byrjun seinni hálfleiks þá var þetta einn besti leikur liðsins í vetur. AJ var ótrúlegur og virtist geta skorað að villd. Jonni sem var næst stigahæstur var einnig mjög góður og fór oft léttilega fram hjá varnarmönnum Madeira og er greinilega að nálgast sitt rétta form. Gunni Stef. hefur átt góða leiki að undanföru. Gunni E. Sverrir Elli og Dóri áttu fínan leik. Maggi komst ágætlega frá leiknum en hefur oft gert betur. Maggi var reyndar í strangri gæslu eins og í leiknum heima. Þröstur kom svo inn á og skoraði sín fyrstu stig í Evrópukeppninni og Jón Gauti kom inn á í sínum fyrsta leik.

 

Við getum verið ákaflega stoltir af strákunum eftir þennan leik. Þeir lögðu sig fram og börðust vel og voru hundsvektir að tapa leiknum. Það sýnir metnaðinn því Madeira er mjög gott lið sem á sennilega eftir að fara langt í þessari keppni.

Við fórum jafn langt og í fyrra og getum borið höfuð hátt. Það er ekkert leyndarmál að við vildum hafa regluna um kana óbreytta frá í fyrra og geta keppt á janfvellisgrundvelli.

 

Tölfræði_hér