Tap í Njarðvík
Keflvíkingar steinlágu í Ljónagryfjunni gegn Njarðvík í kvöld. Lokatölur voru 76-63. Leikurinn var í hendi Njarðvíkinga allan tímann og áttu Keflvíkingar fá svör við þristunum hjá Njarðvíkingum. Keflvíkingar tóku 29 þriggja stiga skot í leiknum og 3 rötuðu ofan í. Sóknarleikurinn var í algjöru lágmarki og menn greinilega ekki tilbúnir andlega fyrir þennan leik. Sem betur fer áttu Njarðvíkingar engan toppleik og því var munurinn ekki meiri í lokin. Svona fór um sjóferð þá, þessi leikur að baki og lítið annað að gera en að kyngja því og horfa á næsta leik. Algjör óþarfi að vera að eyða miklum orðum í umfjöllun um þennan leik. Næsti leikur er heima gegn KR, hvetjum alla til að mæta!
Hjá Keflavík var Hörður Axel Vilhjálmsson stigahæstur með 21 stig, en hjá Njarðvík voru Kristján Rúnar Sigurðsson og Magnús Þór Gunnarsson með 21 stig hvor.