Það styttist í fjörið! Leikurinn hefst kl. 19.15
Lið kvöldsins hefur verið valið, en það er skipað Nick, Derrick, Sverri, Jonna, Gunna E (byrjunarlið úr síðustu leikjum) og Magga, Davíð, Halldóri, Hirti og Arnari Frey. Gunnar Stef og Sævar eru utan liðsins í kvöld og Falur og Fannar á meiðslalistanum. Andstæðingar okkar verða án Brentons sem er frá í nokkrar vikur, að því er fréttir herma. Mikill missir fyrir Njarðvík og við óskum kappanum skjóts bata, vonmst eftir að sjá hann sem fyrst á vellinum að nýju.
Sá sem þetta skrifar hefur fundið fyrir spennu varðandi þennan leik, enda engin furða. Á næstu 8 dögum fer fram hálfgert innanbæjarmót í körfubolta, þar sem barist er um hvort liðið nær betri árangri í deildinni og svo að sjálfsögðu um það hvort félagið hampar Bikartitlinum.
Leikurinn í kvöld er ekki bara upphitun fyrir Bikarinn. Það má telja víst að þeir sem tapa séu úr leik í baráttunni um efsta sætið, því það lið myndi detta niður í fjórða sætið með 3 sterk lið fyrir ofan sig. Og það er óumflýjanlegt hlutskipti annars hvors félagsins . . . !
Sem fyrr skiptir stemmingin miklu hjá þessum félögum. Ef annað hvort liðið mætir með "hangandi haus" eða ekki klárt í slaginn, þá bíður bara ósigur, svo mikið er víst. Áhorfendur verða vonandi í essinu sínu, enda spennuleikur af bestu gerð í uppsiglingu.
Áfram Keflavík!!!