Þægilegur sigur
Unglingaflokkaru karla (f.'88 og '89) léku sinn fyrsta leik á nýju ári þann 7.janúar í Toyota-höllinni. Mótherjarnir voru KR-ingar og var þetta nokkuð léttur sigur okkar manna. Forskotið kom jafnt og þétt og staðan eftir leikhlutana var 26-16 / 56-37 / 84-57. Lokatölur urðu 101-79 þar sem allir okkar leikmenn náðu að skora.
Stigaskor okkar manna var eftirfarandi þetta kvöld:
Garðar 2, Almar 14, Þröstur 11, Jóhann 2, Eyþór 2, Axel 8, Guðmundur 4, Hörður 18, Alferð 4, Elvar 15, Palli 3 og Siguður 17
Þrstarnir urðu 6 talsins og vítanýtingin 10/14.
Næsti leikur drengjanna er n.k. mánudag, við KR innfrá í bikarkeppninni.
Áfram Keflavík