Þægilegur sigur á ÍR, meira um leikinn
Keflavík vann ÍR í kvöld 102-94 í Iceland Express-deildinni. Keflavík hafði forustu allan leikinn en voru heldur værukærir á köflum og ÍR var aldrei langt undan. Byrjunarlið Keflavíkur var skipað þeim AJ, Gunna Einars. Magga, Arnari og Dóra. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 24-19 og Gunnar E. sem var að spila leik númer 600 komin með 8 stig, AJ 10 og Halldór sem nýtti sér það vel að vera í byrjunarliðinu með 8 stig. Það sýnir breyddina í liðinu að Siggi þjálfari ákvað að taka alla út af í byrjun 2. leikhluta nema AJ og komu þá Gunnar Stef. Jonni, Elentínus og Sverrir inn á. Munurinn hélst áfram svipaður og staðan í hálfleik var 48-42.
Stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson sem hafði haft hægt um sig og bara komin með 3 stig í fyrri hálfleik sem þykir ekki mikið á þeim bænum, tók heldur betur til sinnar ráða í og setti niður nokkra þrista. Maggi skoraði 18 stig í þeim seinni og setti niður 6 þrista að hætti húsins. Þó ekki hafi verið mikil stigamunur í leikslok, virtis sigurinn aldrei vera í hættu. Samt verður að segja að ÍRingar gáfust aldrei upp og hengu í okkar mönnum allan leikinn. ÍR er skipað ungu og skemmtilegu liði af strákum sem hafa æft saman upp alla yngri flokka og vantar herslumunin til að hafa lið í frestu röð. ÍR fór rólega af stað í vetur en hafði fram að þessu unnið þrjá leiki í röð.
Keflavík gerði það sem þurfti í þessu leik og lítið meira en það. AJ skilaði sínu og lék mjög vel allan leikinn. Gunnar E. átti góðan leik og gaman var að fylgast með Dóra sem er að koma sterkur inn í vetur. Halldór hefur fengið á spila mun meira en oft áður og á bara eftir að verða betri. Maggi sem átti heldur dapran dag eins og reyndar allt liðið á móti Njarðvík, byrjaði leikin svipað og þann síðasta en átti mjög góðan seinni hálfleik. Stighæstir voru AJ með 31 stig og 14 fráköst, Maggi 22 stig, Gunnar Einarsson með 18 stig og Halldór með 14 stig.
Þess má geta að ekki voru margir áhorfendur á leiknum og sennilega með því daprasta sem sést hefur lengi. Vonandi að þeir taki við sér sem allra fyrst.
Hér má skoða tölfræði leiksins. ( pdf )
Mynd úr leiknum í kvöld.