Fréttir

Körfubolti | 12. september 2006

Þjálfaranámskeið 23-24 sept.

Þjálfaranámskeið verður haldið helgina 23.-24. september í íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Nokkrir af okkar íslensku þjálfurum hafa tekið sig saman og ákveðið að halda námskeið hér á landi og vonast er til að þetta geti orðið árlegur viðburður. En við vonumst eftir góðri mætingu til þess að svo geti verið. Körfubolti.

Á námskeiðinu er reynt að höfða til allra þjálfarahópa frá þeim sem þjálfa þá allra yngstu til meistarflokksþjálfunar. Kostnaður verður í lágmarki og allur ágóði af námskeiðinu mun renna til þjálfaramála á Íslandi.