Fréttir

Karfa: Unglingaráð | 5. september 2009

Þjálfarar yngri flokka 2009-2010

Þá er orðið ljóst hverjir muni þjálfa yngri flokka félagsins n.k. tímabil.  Eins og áður hefur verið getið mun Einar Einarsson starfa sem yfirþjálfari yngri flokka deildarinnar og munu tveir árgangar í flestum tilfellum æfa saman (sjá nánar undir hlekknum Æfingatafla á forsíðu).  Þeir foreldrar/forráðamenn sem ekki hafa enn gengið frá æfingagjöldum fyrir sín börn eru beðnir um að hafa samband við Svein Björnsson,  gjaldkera í síma 867 2768 eða á netfanginu sveinn@svei.is.

Þjálfarar félagsins tímabilið 2009-2010 verða:

Stúlkur

1. - 3. bekkur – Helena Jónsdóttir

4. - 5. bekkur – Kolbeinn Skagfjörð

6. - 7. bekkur – Jón Guðmundsson

8. bekkur – Einar Einarsson

9. - 10. bekkur – Erla Reynisdóttir

Stúlknaflokkur – Jón Guðmundsson

Drengir

1. - 2. bekkur – Elentínus Margeirsson

3. - 4. bekkur – Gunnar Stefánsson

5. - 6. bekkur – Gunnar Stefánsson

7. - 8. bekkur – Kolbeinn Skagfjörð/Jón Guðmundsson

9. - 10. bekkur – Pétur Guðmundsson

11. flokkur – Einar Einarsson

Drengjaflokkur – Einar Einarsson

  • Einar Einarsson og Erla Reynisdóttir munu aðstoða hvort annað í 8-10 flokki stúlkna.
  • Jón Guðmundsson og Kolbeinn Skagfjörð munu aðstoða hvorn annan í sínum flokkum.
  • Í fjölmennustu flokkunum verða teknir inn aðstoðarþjálfarar en  það skýrist betur hvar og hverjir það verða þegar allt er farið að rúlla.