Þjálfari kvennaliðsins
Eins og menn vita þá var Sigurður Ingimundarson endurráðinn þjálfari meistaraflokks karla fyrir skömmu. Sverrir Þór sem þjálfaði stúlkurnar hefur ákveðið að einbeita sér að eigin leik með karlaliðinu og mun ekki þjálfa aftur. Það er mikilvægt fyrir stjórn KKDK að vel takist til um val á nýjum þjálfara og þessa dagana eru í gangi viðræður við mögulega kandídata. Vonandi tekst að ljúka þeim viðræðum fyrir mánaðarmót þannig að allri óvissu verði eytt um framhaldið.
Stjórn KKDK og kvennaráð eru einhuga um að koma Keflavíkurliðinu aftur á toppinn eftir að hafa dottið af honum í vetur. Frábær árangur liðinna ára er vitnisburður um hið góða starf sem innt hefur verið af hendi í Keflavík. En ljóst er að keppinautarnir hafa eflst, Haukar eru með gott lið og verður það veruleg áskorun fyrir okkar lið með nýjum þjálfara að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn að ári.
Meira síðar.