Thomas með góðan leik með Dönum í gær
Thomas Soltau nýji leikmaður okkar átti góðan leik með Dönum á móti Eistum í Árósum í gær. Danir sigruðu leikinn naumlega 69-68 og spilaði Thomas í 19 mínutur, skoraði 13 stig og tók 4 fráköst. Thomas skoraði úr tveimur mikilvægum vítum rétt undir lok leiksin en skoraði úr öllum sínum fjórum vítum í leiknum. Thomas mætir á sina fyrstu æfingu með Keflavík eftir næstu helgi. Tölfræði leiksins í gær. Hér má lesa um leikinn.
"Thomas Soltau made two big free throws and then we had stop them as it came down to their last possession," said Michael Dahl Andersen after the game.
Vænta má fleirri frétta af leikmannamálum okkar fljótlega eftir helgi, en þau mál áttu að klárast um helgina.