Fréttir

Körfubolti | 5. apríl 2006

Þór Þorlákshöfn fylgir Tindastól uppí Úrvalsdeild

Það verður Þór frá Þorlákshöfn sem fylgir Tindastól upp í deild þeirra bestu. Þetta var ljóst eftir að Þór hafði sigrað annan úrslitaleik liðanna í gær 60-65 í Kópavogi í gær. Þór vann einnig fyrri leik liðanna á sunnudag. Þór Þ. hefur einu sinni áður leikið í efstu deild karla, en það var keppnistímabilið 2003-2004. Það verða því Tindastóll og Þór Þ. sem taka sæti Þórs Ak. og Hattar í deildinni á næsta keppnistímabili.  Með Þór leikur Keflavíkingurinn Sveinbjörn Skúlasson.

Breiðblik hefur komið talsvert á óvart í vetur með góðri frammistöðu og fóru td létt með Val í umspili um að komast í úrslitaleikinn. Með Breiðablik leika Keflavíkingarnir Sævar Sævarsson og Davíð Jónsson sem báðir hafa átti gott tímabil.