Fréttir

Körfubolti | 4. júlí 2005

Þrekæfingar fyrir unglinga

Þrekæfingar eru að hefjast í Perlunni fyrir alla unglinga sem æfa körfubolta með Keflavík, 15 ára og eldri.  Barna- og unglingaráð hefur fengið Örn Steinar Marinósson til að þjálfa unglingana og hvetjum við alla til að nýta sér þetta tækifæri.  Verð er kr. 2000.- fyrir mánuðinn með fullum aðgangi að tækjasal Perlunnar.  Æfingar hefjast þriðjudaginn 5. júlí nk.

Æfingatímar er sem hér segir:

  • Þriðjudagar kl. 18:30
  • Miðvikudagar kl. 17:00
  • Föstudagar kl. 19:00