Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 18. mars 2008

Þrír flokkar frá Keflavík á Scania Cup um pákana

Í dag,  þriðjudaginn 18 mars,  heldur 50 manna hópur á vegum Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur til Södertälje í Svíþjóð þar sem þrír flokkar félagsins munu keppa á Scania Cup um páskana.  Um er að ræða nýbakaða Íslandsmeistara í 8.fl. kvenna, auk þess sem 9.fl. karla og kvenna  munu einnig taka þátt, en báðir þeir flokkar urðu bikarmeistarar á dögunum.

 

Segja má að Scania Cup sé Norðurlandamót yngri flokka í körfu, enda er einungis sterkustu liðum Norðurlanda boðið að senda lið á mótið.  Til að íslensk lið geti tekið þátt þurfa þau að vera Íslandsmeistarar.  Karlalið sem hafna í öðru sæti á Íslandsmóti mega þó senda lið.  Í ár eru 134 lið skráð til leiks í sex aldursflokkum, 62 kvennalið og 72 karlalið.  Mótið hefst á fimmtudag og lýkur á sunnudag og verður spennandi að sjá hvernig liðin koma til með að standa í samanburði við jafnaldra sína á þessu sterka móti.

 

Við munum flytja ykkur frekari fréttir af mótinu á www.keflavik.is

9.fl.karla

9.fl.kvenna

8.fl.kvenna