Þrír leikmenn heiðraðir í gær
Þrír leikmenn Keflavíkur hafa náð merkur áfanga í vetur. Halldór Örn Halldórsson og Elentínus Margeirsson náðu þeim áfanga fyrr í vetur að leika sinn 200 leik fyrir meistaraflokk Keflavíkur. Elli er 28 ára hefur leikið með Keflavík með hléum þar sem hann var í flugvirkjanámi í USA. Halldór sem er aðeins 21 árs er búinn að ná þessum áfanga hefur verið að stipmla sig betur inn í liðið á þessari leiktið.
Gunnar Einarsson fyrirliði Keflavíkur náði þeim merka áfanga í gær að spila sinn 600 leik fyrir liðið. Gunnar átti mjög góðan leik í gær og skoraði 28 stig. Aðeins Guðjón Skúlason hefur leikið fleirri leiki en Gunnar en Guðjón er eins og alli vita farin að spila með liðinu á ný.
Það er Sigurður Valgeirsson sem oft er kallaður faðir körfuboltans í Keflavík sem fylgist með tölfræði leikmanna liðsins og lætur okkur vita þegar merkir áfangar náðst.
Við óskum Gunna, Ella og Dóra til hamingu með áfangan og vonum og vitum að þeir eiga eftir að leika marga fleirri leiki með liðinu á komandi árum.
Gunnar Einarsson tekur við blómvendi og silfur merki félagsins úr hendi Kristjáns Guðlaugssonar stjórnarmanns Keflavíkur
Elli tekur við verðlaunum fyrir sinn 200 leik fyrir Keflavík
Dóri að taka við sinni viðurkenningu