Fréttir

Karfa: Karlar | 27. janúar 2008

Þröstur bestur í tapi gegn Njarðvík

Keflavík tapaði í kvöld nágrannaslaginum við Njarðvík,75-88 eftir að hafa verið undir í hálfleik, 35-49.  Greinilegt var hvort liðið þurfti nauðsynlega á sigri í kvöld því Njarðvíkingar mættu mun ákveðnari til leiks.  Keflavík sigraði fyrri leik liðanna í vetur með 15. stigum svo ekki hafa þessir tveir leikir boðið uppá þá spennu sem áhorfendur sækjast eftir. Leikurinn fór allt of mikið fram á vítalínunni og heldur hallaði á okkur þar megin því Njarðvíkingar fengu 44. vítaskot á mót 12. sem eru hreint ótrúlega tölur miðað við fasta vörn gestanna. 

B.A opnaði leikinn með 3. stiga körfu og ljóst hann var klár í slaginn. Njarðvíkingar léku fasta vörn frá upphafi og helst var að Susnjara væri að finna sig  í sóknarleiknum ásamt B.A. Allt var þó í járnum í 1. leikhluta og staðan að honum loknum, 21-26.

Annar leikhluti var hræðilegur að okkar hálfu og Njarðvíkingar mest á vítalínunni. Okkar menn að safna villum Arnar, Susnjara og Maggi komnir með 3. villur og ekkert gekk í sóknarleiknum. Staðan í hálfleik 35-49.

Flestir bjuggust við að okkar menn myndu koma brjálaðir til leiks eftir hlé.  Úr því varð þó ekki og áfram héldu gestirnir að bæta í og fjótlega varð munrinn orðinn 22. stig.  Á þessum kafla komu ungu strákarnir Þröstur og Siggi inná ásamt Arnari og Keflavík náði með góðri baráttu að minnka munnin niður í 8. stig. Loks sýndu strákarnir úr hverju þeir eru gerðir og dómara leiksins hættu að stoppa leikinn við hverja snertingu.  Aðeins vantaði herslumuninn til að ná forsutunni niður í einna til tvær körfur og stuðningsmenn Keflavíkur vel með á nótunum. Staðan eftir 3. leikhluta, 60-68 og leikurinn opinn í báða enda.

Því miður náðist ekki að halda sama dampi áfram og leikurinn datt aftur í sama farið þeas. Njarðvíkingar mest á vítalínunni. Þröstur skoraði síðustu 5. stig leiksins en þá hafði Keflavíkurliðið ekki skoraði stig í 8.30. mínútur.

Slæmur leikur að baki og talsverð vonbrigði fyrir þá fjölmörgu stuðninsmenn sem mættu á leikinn.  Flestir leikmenn liðsins léku langt undir getu. s.s Jonni, Tommy og Maggi.  Þröstur var bestur okkar manna ásamt Sigga og Arnari.  B.A var sæmilegur ásamt Susnjara.

Stigahæstur B.A 21. stig, Susnjara 14. stig og Þröstur 12. stig.