Fréttir

Karfa: Karlar | 15. mars 2009

Þröstur ekki með í kvöld en Jesse kemur inn í hópinn

Talsvert hefur verið um meiðsli í herbúðum Keflavíkur í vetur og erfiðlega gengið ná saman sterkasta hópnum.  Þröstur hefur verið óheppinn á tímabilinu og verið mikið frá, nú síðast vegna tognunar sem hann varð fyrir í leik gegn Njarðvík.  Þröstur er því miður ekki búinn að jafna sig og verður ekki með í kvöld.

Fyrir tímabilið fengum við til okkar leikmann að nafni Jesse Pelot-Rosa.  Vegna aðstæðna sem allir þekkja og óþarfi er að fara nánar út í hér var hann látið fara og spilað kanalausir í deildinni í vetur.  Jesse fór til Danmerkur og átti mjög gott tímabil þar og endaði stigahæstur í deildinni.  Hann er nú á leið heim eftir að tímabilinu lauk þar í landi og verður með Íslandsmeisturum Keflavíkur í úrslitakeppninni.  Honum er ætlað að fylla í skarð Þrastar í hópnum.

Nú er deildarkeppninni lokið þar sem eingöngu var spilað á okkar leikmönnum. Okkar ungu og efnilegu leikmenn koma reynslunni ríkari út er þeirri keppni en nú í kvöld.. hefst ný keppni.  Njarðvíkingar mæta í Toyotahöllina og allt verður lagt undir.  Ef þú villt fá sæti er ráð að mæta tímalega og taka svo undir með Trommusveitinni sem verður að sjálfsögðu á staðnum.

Svona var fréttin um Jesse Pelot-Rosa fyrr í vetur:

Nýr leikmaður er á leið til Keflavíkur en sá heitir Jesse Pelot-Rosa og er 24 ára framherji. Jesse var í Commonwealth háskólanum og var með tæp 11. stig og 7. fráköst á lokaári sinu í skólanum árið 2007.  Jesse sem er 195 cm á hæð var á síðasta tímabili með Fajardo á Puerto Rico og var með 11.5 stig og 5 fráköst.

 

 

 

 

 

 

 

Jesse var CAA meistari með Commonwelth árið 2007.