Þröstur, Sigurður og Hörður skrifa undir tveggja ára samning við Keflavík
Þrír af máttarstólpum Keflavíkurliðsins skrifuðu í gær undir nýjan tveggja ára samning við Íslandsmeistara Keflavíkur. Strákarnir hafa verið lykilmenn í liðinu í vetur og hafa vaxið mikið með aukinni ábyrgð. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að engin erlendur leikmaður spilar með Keflavík í vetur en öll liðin í Iceland Express-deildinni eru með erlendan leikmann nema Keflavík og ÍR. Það hafa yngri leikmenn liðsins nýtt sér vel og það mun koma liðinu til góða næstu tímabil.
Þröstur er með 12. stig í vetur, Hörður 16. stig og Siggi 17. stig.
Þröstur, Hörður Axel, Sigurður Gunnar, Margeir og Sigurður þjálfari við undirskriftina.