Þurfum að eiga toppleik í vörninni - Stutt viðtal við Val Orra Valsson
Á morgun taka Keflvíkingar á móti Grindavík í 4-liða úrslitum Poweradebikarsins. Leikurinn hefst kl. 15.00 í Toyotahöllinni. Það yrði ekki amalegt ef drengirnir næðu að fylgja eftir góðum sigri stelpnanna í dag svo Keflavík eigi tvö lið í úrslitum. Valur Orri Valsson, leikstjórnandi Keflavíkur, hefur farið mikinn í vetur og verið einn besti íslenski leikmaður deildarinnar. Hann kveðst gríðarlega spenntur fyrir leiknum á morgun og vonast eftir því að stuðningsmenn Keflavíkur fjölmenni.
Hvernig eru menn stemmdir fyrir leikinn gegn Grindavík?
Menn eru vel stemmdir og ætlar sér að vinna leikinn og fara í höllina.
Hvað þurfi þið að gera til að fara með sigur af hólmi?
Við þurfum að eiga toppleik í vörninni, þá erum við ósigrandi. Væri líka gott ef skotin myndu rata rétta leið en það ætti að koma með vörninni.
Megum við eiga von á því að Keflavík verji bikarmeistaratitilinn?
Auðvitað verjum við hann, þ.e. ef við förum með United hugsun inn í leikinn!
Mynd: MBL.IS