Fréttir

Þvílíkir vinir sem Jói á - Pétursmótið í körfubolta
Karfa: Hitt og Þetta | 7. október 2022

Þvílíkir vinir sem Jói á - Pétursmótið í körfubolta

Pétursmótið í körfubolta, mót sem haldið er árlega af körfukattleiksdeild Keflavíkur til minningar um Osteopatann Pétur Pétursson, fór fram í Blue Höllinni í september sl. Keflavík sigraði á mótinu en auk Keflavíkur léku Njarðvík, Grindavík og Haukar í mótinu. Allur ágóði af miðasölu rann til góðgerðarmála og söfnuðust 400.000.- kr. í heildina sem fjölskylda Péturs heitins fékk að ráðstafa í þarft málefni málefni eða verkefni á svæðinu.

 

Í þetta skiptið ákváðu Margrét Þórarinsdóttir, ekkja Péturs heitins, og börn þeirra Magnús og Tara Lynd að færa fjölskyldu Jóhannesar Breiðfjörð allan ágóða mótsins en Jói eins og hann er kallaður er  13 ára strákur sem er með afar sjaldgæfan sjúkdóm sem heiti SAA Severe Aplastic Anemia (beinmergsbilun). Jói hefur verið í meðferð á Skånes Universitetssjukhus í Malmö í nokkrar vikur og mun fjölskyldan þurfa að dvelja í Svíþjóð í að minnsta kosti 3 mánuði. Líkurnar á að greinast með þennan sjúkdóm eru einn á móti milljón en hann er mjög alvarlegur og krefst flókinnar aðgerðar. Lækningin er fólgin í því að fá stofnfrumur úr beinmerg bróður hans. Sú aðgerð átti sér stað 2. september en í framhaldi af því fylgir langt bataferli.

 

Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður KKDK, færði Magnúsi og Töru Lynd ágóðan af miðasölunni á dögunum. Að því tilefni var tekin mynd þar sem vinir Jóa þeir Almar Orri Jónsson, Sindri Már Hjaltason, Logi Örn Logason og Kristinn Einar Ingvason mættu fyrir hönd fjölskyldu Jóa.