Fréttir

Körfubolti | 17. apríl 2006

Til hamingju Njarðvík

Rétt í þessu var að ljúka úrslitakeppni á Íslandsmótinu í körfubolta, Iceland Express deildinni. Njarðvíkingar lögðu Skallagrím að velli á sannfærandi hátt og unnu úrslitaeinvígið 3-1. Við viljum óska Njarðvíkingum til hamingju með titilinn, þeir voru bestir í vetur og sigurinn er fyllilega verðskuldaður. Einnig viljum við nota tækifærið og óska Skallagrími til hamingju með þeirra árangur sem var aldeilis frábær og kom mörgum á óvart.