Til körfuknattleikskvenna
Kæra körfuknattleikskona.
Árið 2006 er ár kvennakörfunnar um allan heim. Í tilefni þess höfum við
ákveðið að kalla saman allar körfuboltakonur Íslands til að eiga góða stund
saman.
Gleðskapurinn verður haldinn föstudaginn 17.nóvember í veislusalnum að
Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst kl. 20:00. Boðið verður upp á kvöldverð
ásamt eftirrétti með kaffi, einnig verða seld drykkjarföng á vægu verði.
Ýmsar uppákomur og skemmtiatriði.
Mikilvægt er að tilkynna þátttöku fyrir miðvikudaginn 15.nóvember á
netfangið arkvennakorfu@hotmail.com.
Vinsamlegast komið þessu áleiðis til allra kvenna sem tengjast eða hafa
tengst kvennakörfu á einhvern hátt, svo engin gleymist.
Aldurstakmark 16 ár.
- Sýnum samstöðu og eflum íslenskan kvennakörfuknattleik -
Fyrir hönd stúlknaflokks Hauka,
Dagbjört, Soffía og Rut
- kvennakörfuboltamæður
-ÁR KVENNAKÖRFUNNAR 2006-
Kvennakvöld verður haldið að Ásvöllum föstudaginn 17.nóvember kl. 20:00
Kvöldverður:
-kjúklingabringur í chilli-lauklegi
-salat, hrísgrjón og brauð
Eftirréttur:
-frönsk súkkulaðikaka m/ jarðaberjum og rjóma
-kaffi
Verð: 2.000,-
Áfeng og óáfeng drykkjarföng verða seld á vægu verði