Fréttir

Körfubolti | 10. maí 2006

Tillaga okkar um breytt fyrirkomulag á fyrirtækjabikar samþykkt

Á þingi KKÍ um síðustu helgi lögðum við fram tillögu að breyttu fyrirkomulagi á fyrirtækjabikar KKÍ. Sú tillaga var samþykkt með smá breytingum.

Vitnað í tillöguna

''Fyrirtækjabikarinn hefur verið ágæt viðbót við Islandsmótið og Bikarkeppnina á undanförunum árum. Sérstaklega hefur keppni ´´hinna fjögur fræknu’’ þóst oft takast vel. En við teljum að tími sé kominn á úrbætur. Í fyrsta lagi hefur ruglingur orðiið meðal stuðningsmanna um þær tvær bikarkeppnir sem frama fara. Okkar tillaga miðar að því að gera keppnina meira spennandi að nýju. Við leggjum til að liðum verði fækkað úr 16 í 12 en ekki hefur skapast grundvöllur fyrir lið úr fyrstu deild að veita efstu liðum úrvalsdeildar keppni. Eins leggjum við til að leikjum verði fækkað í heild, þannig að aðeins verði leikin ein umferð í stað tveggja í fyrstu tveimur umferðunum. Efstu fjögur liðin koma beint inn í aðra umferðina. Við leggjum einning til að keppnin verði færð fram fyrir Íslandsmót og verði þannig að sannkölluðu ‘’haustmóti’’ sem getur vonandi skapað skemmtilega stemmingu með úrslitaleik áður en sjálft Íslandsmótið hefst. ''

 

Þetta á svo allt eftir að útfæra og við færum ykkur fréttir þegar mynd er kominn á keppnina.