Tim Ellis leikur með í kvöld á móti Fjölni
Tim Ellis leikur sinn fyrsta leik með okkur í kvöld á móti Fjölni en leikurinn fer fram í Grafarvogi. Eins og flestir vita erum við með tvo leikmenn frá USA í okkar röðum, þá Jermain Willams og Tim Ellis. Þeir munu báðir leika með okkur í Evrópukeppninni en Tim er sem sagt sá sem er löglegur í Iceland Express-deildinni frá og með deginum í dag.
Leikurinn fer fram Grafarvoginum nánar tiltekið Dalshúsi í kvöld 19.15 og nú er bara að mæta á svæðið og kíkja á Tim í sínum fyrsta leik og styðja liðið til sigurðs. Fjölnismenn hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa naumlega i deildinni.
Fjórða umferðin fer svo fram á Sunnudaginn þegar við fáum Hauka í heimsókn, en þjálfari Hauka er einmitt Hjörtur Harðarsson fyrrum leikmaður okkar.