Tímabilið hafið hjá drengjaflokki
Drengjaflokkur spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld gegn Haukum á sunnubrautinni. Leikurinn var hin mesta skemmtun, mikill hraði og mikið um troðslur. Haukar voru ekki mikil hindrun fyrir okkar menn því leikurinn endaði 132-60 eftir að staðan í leiklé var 63-22.
Stigaskor leikmanna: Þröstur Leó Jóhannsson 21, Sigfús Jóhann Árnason 19 Páll Halldór Kristinsson 17, Jóhann Finnsson 14, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 14, Magni Ómarsson 10, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10, Elvar Þór Sigurjónsson 8, Axel Þór Margeirsson 6, Bjarni Freyr Rúnarsson 6, Garðar Örn Arnarson 5, Aron Davíð Jóhannsson 2.