Fréttir

Körfubolti | 4. október 2006

Tímabilið hefst með úrslitaleikjum. Mætum öll á fimmtudag kl.19.00

Aldrei hefur keppnistímabilið í körfubolta byrjað eins fjörlega og í ár, því undanúrslitin í fyrirtækjabikarnum fara fram á fimmtudag og föstudag.  Úrslitaleikirnir fara svo fram á laugardag bæði hjá strákunum og stelpunum. Leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni, hjá strákunum á fimmtudagskvöld kl. 19.00 og stelpunum á föstudag kl. 21.00
Mjög mikilvægt er að stuðningsmenn okkar mæti á leikina og mæti tímalega.  Þetta verður frábært tækifæri til að sjá góða og spennandi leiki svona strax í byrjun móts.

Nú verður enginn að grínast!

Fimmtudagur kl. 19.00   Keflavík-Skallagrímur.  Strákarnir hafa harma að hefna og sennilega þarf ekki að minna neinn á hvernig síðasta viðureign liðanna endaði í fyrra.  Eins gott að stuðningsmenn mæti brjálaðir og tilbúnir í þetta stríð.  Heyrst hefur að Borgnesingar ætli að fjölmenna á fyrsta bikarleik sinn í Laugardalshöll. 

Leikmenn Keflavíkur

Arnar Freyr Jónsson Bakvörður 1.81
Jón Norðdal Hafsteinsson Framherji 1.97
Sverrir Þór Sverrisson Bakvörður 1.85
Thomas Soltau Miðherji 2.10
Gunnar Einarsson Bakvörður 1.88
Sigurður G. Þorsteinsson Miðherji 2.03
Þröstur Jóhannsson Framherji 1.99
Halldór Halldórsson Framherji 2.00
Jón Gauti Jónsson Bakvörður 1.81
Elentínus Margeirsson Framherji 1.89
Magnús Þór Gunnarsson Bakvörður 1.83
Jermain Willams Framherji 2.01

Meðalhæð 193 cm.                                                                                                                                                                              

Leikmenn Skallagríms

 

Jovan vinur okkar mætir.  Hvað með þig?