Tímabilið hefst með úrslitaleikjum. Mætum öll á fimmtudag kl.19.00
Aldrei hefur keppnistímabilið í körfubolta byrjað eins fjörlega og í ár, því undanúrslitin í fyrirtækjabikarnum fara fram á fimmtudag og föstudag. Úrslitaleikirnir fara svo fram á laugardag bæði hjá strákunum og stelpunum. Leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni, hjá strákunum á fimmtudagskvöld kl. 19.00 og stelpunum á föstudag kl. 21.00
Mjög mikilvægt er að stuðningsmenn okkar mæti á leikina og mæti tímalega. Þetta verður frábært tækifæri til að sjá góða og spennandi leiki svona strax í byrjun móts.
Nú verður enginn að grínast!
Fimmtudagur kl. 19.00 Keflavík-Skallagrímur. Strákarnir hafa harma að hefna og sennilega þarf ekki að minna neinn á hvernig síðasta viðureign liðanna endaði í fyrra. Eins gott að stuðningsmenn mæti brjálaðir og tilbúnir í þetta stríð. Heyrst hefur að Borgnesingar ætli að fjölmenna á fyrsta bikarleik sinn í Laugardalshöll.
Leikmenn Keflavíkur
| Arnar Freyr Jónsson | Bakvörður | 1.81 |
| Jón Norðdal Hafsteinsson | Framherji | 1.97 |
| Sverrir Þór Sverrisson | Bakvörður | 1.85 |
| Thomas Soltau | Miðherji | 2.10 |
| Gunnar Einarsson | Bakvörður | 1.88 |
| Sigurður G. Þorsteinsson | Miðherji | 2.03 |
| Þröstur Jóhannsson | Framherji | 1.99 |
| Halldór Halldórsson | Framherji | 2.00 |
| Jón Gauti Jónsson | Bakvörður | 1.81 |
| Elentínus Margeirsson | Framherji | 1.89 |
| Magnús Þór Gunnarsson | Bakvörður | 1.83 |
| Jermain Willams | Framherji | 2.01 |
Meðalhæð 193 cm.
Jovan vinur okkar mætir. Hvað með þig?

