Tími þjálfarabreytinga
Eitt af því sem að einkennt hefur starf körfunnar í Keflavík er að litlar mannabreytingar hafa verið í þjálfun hjá deildinni. Til að mynda hefur M.fl.karla nánast haft tvo þjálfara síðustu 20 árin eða svo. Nú horfir svo við í ár að fjórir reyndir þjálfarar hætta allir í einu hjá deildinni. Eins og flestum er kunnugt þá hefur Siguður Ingimundarson flutt sig til Svíþjóðar og mun þjálfa lið Solna þar í landi. Margrét Sturlaugsdóttir flutti sig yfir lækinn og þjálfar nú hjá Njarðvík. Jón Guðbrandsson og Guðbrandur Stefánsson munu ekki þjálfa hjá deildinni í vetur. Unglingaráð óskar öllu þessum þjálfurum velfarnaðar og þakkar þeim vel unnin störf.
Áfram Keflavík