Tommy Johnson í leikmannahópi Keflavíkur
Keflavík hefur samið við Tommy Johnson, 26 ára Bandaríkjamann með breskt vegabréf. Tommy spilaði með Texas Wesleyan háskólanum árið 2005 en hefur undanfarið leíkið í Belgíu með Brussels sem spilar í 1.deildinni. Hann var með 20 stig og 7.7 fráköst í háskóla og 8.3 stig í 33. leikjum í Belgíu.
Tommy mun spila með liðunu í vetur ásamt þeim Anthony Susnjara frá Ástralíu og B.A Walker frá USA. Þeir léku allir með í æfingaleik á gegn FSU í gær.
Tommy er 196 cm. framherji, Anthony er 205 cm. miðherji og B.A Walker er 180 cm bakvörður/leikstjórnandi