Fréttir

Körfubolti | 29. nóvember 2006

Toppslagur hjá stelpunum í kvöld

Stelpurnar mæta Grindavík í Keflavík í kvöld kl. 19.15.  Keflavík er í öðru sæti í Iceland Expressdeildinni með 10 stig en Grindavík er í því þriðja með 8 stig.  Stigahæstar hjá Keflavík er Kesha með 24,7 stig, María Ben með 17 stig, Bryndís með 13 stig og Birna og Kara með 11 stig.

Hjá Grindavík er Tamara með 28 stig og Hildur með 13 stig að meðatali í leik.

Við hvetjum stuðningsmenn að fjölmenna í Sláturhúsið í kvöld og hvetja stelpurnar til dáða. Áfram Keflavík